Fimmtudagur 29. febrúar 2024

FYLGSTU MEÐ HEILSUNNI

Nútímatækni leyfir mannig að fylgjast með nánast flestu hvað varðar heilsuna. Til eru forrit sem að mæla hjá þér púls, blóðsykur, er með æfingaráætlun eða þinn eigin einkaþjálfara, hægt er að skrá niður mataræðið og séð hversu margar kaloríur, macros, kolvetni, fitu eða prótein þú ert að borða. Hér eru dæmi um nokkur forrit sem eru vinsæl.

 

Veri – Þú getur fylgst með blóðsykrinum þínum. En þú þarft að fjárfesta fyrst í mæli sem að þú setur á handlegginn og getur svo skannað blóðsykurinn þinn og séð hvernig hann er að sveiflast.

 

Waterlogged – Með þessu getur þú skráð inn vatnsinntöku þína og einnig getur forritið þig minnt þig á að drekka vatn sem þú stillir inn eftir hentisemi.

 

Headspace – fyrir þau sem vilja hugleiða eða sofna við hljóð. Slaka á, eða hlusta á leiðbeinandi hugleiðslu. Hægt er að prófa forritið í nokkra daga áður en þarf að borga fyrir.

 

Strava er frábært heilsuapp sem heldur utan um alla þína hreyfingu.

 

Myfitnesspal – getur skráð hvað þú ert að borða og getur þú þá fylgst með ýmsum útreikningum.

Þæginlega við þetta er að flestar íslenskar vörur er hægt að finna í þessu forriti. Þetta er frítt.

 

Sjö mínútna æfingarprógramm. Með þessu forriti getur þú æft hvar sem er, hvenær sem er án allra búnaðar. Yfir 200 æfingar eru í boði. Þetta er frítt.

 

RUNKEEPER

Hlaupaforrit sem hjálpar þér að ná markmiðum og mælir vegalengdir. Lætur þig vita þegar þú nærð ákveðnum vegalengdum.

 

Annað hlaupaforrit sem að hjálpar þér að hlaupa 10 km. Einnig er til forrit sem er fyrir 5 km.

Ýmis fleiri heilsuforrit eru í boði og er um að gera að skoða og sjá hvað er til. 5K Runner er mjög gott til að byrja að æfa hlaup og auka þol. Þetta er plan til að ná að lokum að hlaupa 5 km. Calm en annað hugleiðsluforrit sem er vinsælt. 

 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search