Það hefur verið fjör undanfarnar vikur á pysjuveiðum, og alls hafa verið skráðar 4398 pysjur hjá eftirlitinu, sú þyngsta var 462 g og sú léttasta 166 g
Það var hress fjölskylda sem fór á pysjuveiðar um helgina og fundu þau tvær pysjur og einnig fundu þau Sjósvölu-unga sem þau björguðu í leiðinni. En þau notuðu svo Herjólfs-ferðina upp á land til að gefa þeim frelsið á ný.
Sjósvalan er alger sjófugl og kemur á land til þess eins að verpa. það gerir hún í háum björgum eða klettum. Sjósvalan er náttfugl og sést sjaldan á sjó og aldrei sést hún nema augnablik í senn.
Á myndunum má sjá þau Emilíu Eyrúnu og Arnar Boga sleppa Sjósvölunni og svo Jóhannes Helgi sem er að sleppa pysjunni.

