Hörður Orri

Fundið fyrir miklum velvilja frá samfélaginu

Tígull heyrði í Herði Orra Grettissyni framkvæmdastjóra ÍBV:

ÍBV mun ekki standa fyrir einum einasta viðburði um Verslunarmannahelgina, er setning sem að ég fyrir hönd ÍBV íþróttafélags hélt að ætti aldrei eftir að verða send út. Þetta var ákvörðun sem var beðið með eins lengi og hægt var að taka og var alls ekki léttvæg. Okkur langaði alltaf að gera eitthvað því frá árinu 1901 hefur eingöngu ein Þjóðhátíð fallið niður en það var árið 1914, það sama ár hófst fyrri heimsstyrjöldin. Nú er ljóst að Þjóðhátíðin 2020 fellur niður og er ástæðan annarskonar styrjöld.

Höldum okkar eigin Þjóðhátíð í ár

Fyrir okkur Eyjamenn er Þjóðhátíð mikið meira en einhver útihátíð. Þetta er fjölskylduhátíð þar sem að við komum saman með ættingjum og vinum og höfum gaman. Ýmsar hefðir skapast í kringum Þjóðhátíð sem gaman er að halda við. Við hjá ÍBV hvetjum alla til að viðhalda þessum hefðum og halda sína eigin Þjóðhátíð og verður gaman að fylgjast með mismunandi útfærslum á Þjóðhátíð 2020.

Öll hjálp vel þegin

Þjóðhátíð er gríðarlega mikilvæg fjáröflun fyrir barna- og unglingastarf ÍBV og er Þjóðhátíð ein ástæða þess að hægt er að halda úti jafn öflugu starfi í litlu samfélagi og raun ber vitni. Þeir sem hafa keypt sér miða geta hjálpað félaginu sínu mikið með því styrkja ÍBV um andvirði miðans eða óska eftir því flytja miðann til næsta árs, þetta er hægt að framkvæma á dalurinn.is. Einnig er enn hægt að kaupa miða á Þjóðhátíð 2020.

Þjóðhátíðarlag og Þjóðhátíðarblað

Þrátt fyrir að engin Þjóðhátíð fari fram í ár hefur verið gefið út Þjóðhátíðarlagið Takk fyrir mig, höfundar lags og texta eru þeir Ingólfur og Guðmundur Þórarinssynir. Lagið er frábært og mun lifa með okkur í mörg mörg ár. Einnig verður gefið út Þjóðhátíðarblað sem verður til sölu á næstu dögum, það verkefni er leitt af Eyjamanninum Skapta Erni Ólafssyni og hvetjum við fólk til að taka vel á móti sölumönnum blaðsins.

ÍBV hefur fundið fyrir miklum velvilja frá samfélaginu eftir að örlög Þjóðhátíðar í ár voru ljós, fyrir það erum við þakklát. Við erum ekki af baki dottin þó að fjárhagslega sé vindurinn í fangið.

Nú þegar er hafin vinna við Þjóðhátíð 2021 og er okkur strax farið að hlakka til, við sjáumst þar!

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search