Þriðjudagur 26. september 2023
Fundur

Fullt hús á opnum fundi með Páli Magnússyni – myndir og málefni

29.01.2020

Aðalega voru fimm mál rædd á fundinum.

Samgöngumálin – sýslumannsembættið – menntamálin – heilbrigðismálin – fiskveiðistjórnunarkerfið

Páll hóf fundinn á framsögu og fór yfir þau mál sem hafa snertiflöt við ríkið og snúa að hagsmunum okkar Eyjamanna.

Samgöngumálin: Þar fór hann yfir hvað hefur nást fram á undanförnum árum. Margt er mjög flott til að mynda að það er nánast búið að eyða þeim dýpkunargluggum sem voru og tryggja að Landeyarhöfn verði með dýpkunnar skip allt árið. Liður í því er viðbótarsamnigur við Björgun sem sagt var frá í dag um dýpkun fram í miðjan febrúar, einnig með aðkomu öflugri dýpkunar aðila. Hann ræddi líka jöfnun fargjalda, sama verð í Landeyjahöfn og Þorlákshöfn og ný samþykkta úttekt á Landeyjahöfn.

Sýslumaðurinn: Páll rifjaði upp að fyrir ári síðan var sýslumaðurinn tekin frá Eyjum, margir börðust hart fyrir því að fá hann aftur til Eyja sem hefur tekist og er búið að skipa hæfnisnefnd til að meta þær umsóknir sem hafa borist og verður skipað í starfið á næstu vikum. Einnig náðist fram að ný sérverkefni koma til Eyja og tryggir það embættið í sessi.

Menntamálin: Páll hrósaði Framhaldsskóla Vestmannaeyja fyrir frábært starf og flott nám sem boðið er upp á og talaði einnig um hversu frábær viðbót við háskólanámið hér var að fá íþróttafræðinámið hingað til Eyja sem mun hefjast næsta haust.

Heilbrigðismálin: Þetta er eina málið sem Páll var ekki sáttur við og hefur ekki tekist að koma sínu áleiðis og er sammála því að ástandið sé ósættanlegt. Landspítalinn sé yfirfullur og undir mannaður en samt virðist sem að ríkið stefni á það að koma allri helstu spítalastarfsemi í borgina í stað þess að nýta sjúkrahúsin á landsbyggðinni. Páll er ánægður með tilraunarverkefni með sjúkraþyrluna og  vill staðsetja hana í Eyjum. Hann sagðist muni beita sér áfram fyrir því eins og hingað til að sjúkraþyrlan verði staðsett í Vestmannaeyjum.

Fiskveiðistjórnunarkerfið: Páll á von á því að fiskveiðistjórnunarkerfið verði mikið deilumál á næstu mánuðum og óskaði eftir áliti fólks á fundinum um kerfið og ákveðin atriði í því. Nú liggur fyrir hæstaréttardómur um það að sveitafélögin hafi ekki þann forkaupsrétt á veiðiheimildum sem haldið var samkvæmt lögunum og að í raun gætu allar veiðiheimildir horfið úr heilu sveitarfélögunum á einni nóttu. Páll spurði salinn álits á því og hvað fólk vildi gera.

A: Það verður bara að hafa það, við getum hvort er ekkert gert í því eða B: virkja ákvæðið í lögunum þannig að sveitafélögin hafi raunverulegan forkaupsrétt af veiðiheimildum.

Það komu mörg svör við þessum spurningum Páls og líka spurningum úr sal til hans. Páll svaraði eftir bestu getu og fékk einnig helling að góðum upplýsingum og ráðum frá fundargestum.

Tígull lét sig ekki vanta á þennan fund og smelti nokkrum myndum af í leiðinni.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is