Fullt af nýjungum og gamlar venjur snúa aftur á 150 ára afmæli Þjóðhátíðar

Þó svo að Goslokahátíðin sé um helgina er undirbúningur við Þjóðhátíð í fullum gangi enda ekki nema fjórar vikur í hana. Við heyrðum aðeins í Jónasi Guðbirni Jónssyni, formanni Þjóðhatíðarnefndar og spurðum hann út í hátíðina í ár. 

Varðandi dagskrá á Þjóðhátíð 2024 þá verður töuvert bætt í hana í ár vegna 150 ára afmælis hátíðarinnar og ýmsar nýjungar ásamt því að endurvekja nokkrar gamlar venjur. Það verður m.a. Brekkusöngur eldri borgara á föstudeginum. Einnig verða Hálandaleikar og krakkaþrek Hjalta Úrsus. Við ætlum að reyna að endurvekja búningakeppnina með veglegum verðlaunum og hvetjum fólk eindregið til þess að taka þátt í henni. Brennukóngur og -drottning munu kveikja í Brennunni í ár en það hefur ekki verið lengi. Þá verður bekkjabíll á ferðinni, að vísu í takmarkaðan tíma en það á pottþétt eftir að vekja mikla lukku og munu færri komast að en vilja.“ sagði Jónas. „Fram koma a.m.k. fjórar Eyjahljómsveitir,  Brimnes, Mucky Muck, Memm og Molda ásamt Karlakór Vestmannaeyja.
Kvennadeildin er einstaklega vel skipuð á Þjóðhátíð í ár en þar ber helst að nefna Elínu Hall, GDRN, Eló frá Eyjum, Jóhönnu Guðrúnu, Röggu Gísla, Diljá, Unu Torfa og Klöru Elías. Þar auki mæta Prettyboitjokko, Bubbi Morthens, Aron Can, Kristmundur Axel, Helgi Björns, FM95Blö  og margir fleiri. Við eigum til að mynda enn eftir að tilkynna nokkur stór nöfn sem fram koma þannig að það er um að gera að fylgjast með.“

Þó góð dagskrá sé nauðsynleg á Þjóðhátíð er það í raun og veru fólkið og ekki síður umhverfið og mannvirkin sem gera hátíðina að því sem hún er.  „Já, það er að ýmsu að huga þegar kemur að því að græja Dalinn fyrir hátíðina og sum mannvirkjanna þarfnast endurnýjunnar. Til að mynda erum við að byggja nýtt Tjarnarsvið þar sem hitt var alveg ónýtt. Við erum að græja nýjan hljóðskúr og hjólastólapall við hlið hans. Þá er von á stærra Tuborg-tjaldi í ár og svo verður Icewear með sölutjald í dalnum.“

Aðspurður um miðasölu sagði Jónas hana ganga mjög vel og fleiri miða selda í dag en á sama tíma á síðasta ári.

Önnur nýjung hjá Þjóðhátíðarnefnd í ár er dagskrá í miðbænum yfir hátíðardagana í samstarfi við NOVA. „Það verður feiknar dagskrá í bænum, nánar tiltekið á bílastæði Ísfélagsins við Miðstræti, þar sem The Brothers Brewery hefur haldið bjórhátíðina sína. Hún kemur til með að standa til kl. 17.30 alla helgina og hefst 14.30 á föstudag en 13.30 laugardag og sunnudag. Þar kennir ýmissa grasa. Dj Logi ríður á vaðið á föstudeginum. Dj Ragga Hólm. GDRN Gugusar og Patrik á laugardeginum og Dj Lil curly, Jói pé og Króli, ClubDub og Emmsjé Gauti á sunnudeginum. Þarna verður seldur bjór og ýmis varningur gefins og til sölu.“

Að endingu spurðum við Jónas hvað það væri, í hans huga, sem gerði Þjóðhátíð Vestmannaeyja eins einstaka og hún er? „Samveran með sínu besta fólki gerir Þjóðhátíð einstaka. Það er líklega engin hátíð í heiminum með þessu sniði. þ.e fjölskyldu og tónlistarhátíð þar sem allir koma saman í hvítu tjöldunum.“

 

Hér má sjá drög að svæðinu sem verður í miðbænum yfir hátíðardagana:

 

Dagskrá í miðbænum yfir hátíðardagana í samstarfi við NOVA:Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search