Frumvarp til að tryggja að sveitarstjórnir geti starfað við neyðarástand

12.03.2020

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hefur lagt fram frumvarp um breytingu á sveitarstjórnarlögum sem ætlað er að skapa sveitarfélögum svigrúm til að bregðast við neyðarástandi og tryggja að sveitarstjórnir verði starfhæfar. Í frumvarpinu er lagt til að ráðherra geti veitt sveitarstjórnum tímabundna heimild að til víkja frá tilteknum ákvæðum sveitarstjórnarlaga til að sveitarstjórn sé starfhæf við neyðarástand og til að auðvelda ákvarðanatöku.

Frumvarpið er lagt fram til að bregðast við aðstæðum sem skapast hafa vegna Covid-19 kórónaveirufaraldursins. Sóttvarnalæknir og almannavarnir hafa gefið út tilmæli og leiðbeiningar til að hægja á og hefta útbreiðslu veirunnar.

Skýrt dæmi um ákvæði sem heimilt verður að víkja frá eru reglur um fjarfundi í sveitarstjórnum og ráðum og nefndum sveitarfélaga. Í greinargerð segir að rétt þyki að rýmka reglur um fjarfundi til að bregðast við tilmælum yfirvalda um sóttvarnir án þess að það torveldi ákvarðanatöku innan stjórnkerfis sveitarfélaga. Nú er aðeins heimilt að nota fjarfundarbúnað ef fjarlægðir eru miklar eða samgöngur erfiðar en í frumvarpi sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hyggst leggja fram á vorþingi um breytingar á sveitarstjórnarlögum er m.a. gert ráð fyrir rýmri heimildum til sveitarstjórna til að heimila fjarfundi.

Einnig mun koma til skoðunar að víkja tímabundið frá verkaskiptingu innan stjórnsýslunnar, svo sem verkaskiptingu milli nefnda og reglum um valdframsal til fullnaðarafgreiðslu mála. Önnur ákvæði laganna sem kann að koma til álita að víkja tímabundið frá eða rýmka eru ákvæði sem varða fyrirkomulag funda og lögmælta fresti, t.d. um skil ársreikninga og fjárhagsáætlunar.

Verði frumvarpið að lögum mun ráðherra sveitarstjórnarmála hafa heimild til að mæta þörfum sveitarfélaga sem glíma við tímabundið neyðarástand. Gengið er út frá því í frumvarpinu að þessi heimild muni virkjast ef gefin hefur verið út yfirlýsing almannavarna um neyðarstig eða fyrirséð er að slík yfirlýsing verði gefin út og að ákvörðun um beitingu heimildarinnar verði hluti af viðbragðsáætlun ráðuneytisins. Ákvörðun ráðherra getur hún mest varið í fjóra mánuði í senn.

Frumvarpið var unnið í samvinnu umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search