Fimmtudagur 26. janúar 2023

Fróðleikur um Sea Life Trust

Beluga Whale Sanctuary var byggt með stuðningi frá Merlin Entertainments sem reka m.a. Madam Tussaud vaxmyndasöfnin, Legoland, Sea Life söfnin og fleiri staði. Það var byggt til þess að hægt væri að bjarga mjöldrum sem byggju við slæmar aðstæður í t.d. dýragörðum. Merlin leggur mikið uppúr því að búa dýrum öruggt og gott heimili og að þau séu ekki sýningardýr. Merlin rekur hins vegar ekki Sea life Trust, það má segja að Merlin hafi byggt húsið en Sea Life Trust þarf svo að reka það. Það eru aðeins tvö Sea Life Trust í heiminum, Mjaldraathvarfið hér í Eyjum og Selaathvarfið í Cornwall, Englandi. 

Sea Life Trust er góðgerðarfélag sem er rekið á styrkjum og innkomu gesta. Og þar sem mjaldrarnir borða um 1200 kg á mánuði af fisk þá þarf töluvert fjármagn til að kaupa það ásamt allt sem við notum fyrir daglega umönnun.

Annars er safnið opið alla föstudaga frá kl: 13-16 í janúar og svo er hægt að bóka í leiðsöguferðir alla daga kl. 14:00 á heimasíðunni okkar https://belugasanctuary.sealifetrust.org/en/ 

En þá er farið um safnið með einum af dýrateyminu okkar sem segir m.a. frá starfseminni og hvernig dagleg umönnun fer fram. Sýnt er frá fiskieldhúsinu okkar þar sem maturinn handa mjöldrunum er framreiddur, kíkt við á fiskaspítalanum þar sem fiskar sem koma hingað byrja á að fara í og svo er sagt frá lundaspítalanum.  

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is