Þriðjudagur 27. september 2022

Frjókornum hefur fjölgað hér á landi og ofnæmi aukist

Á síðustu þrjátíu árum hefur frjókornum fjölgað á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri og þau finnast nú fyrr á hverju ári en áður

Þetta kemur fram í nýrri rannsókn Náttúrufræðistofnunar sem telur kornin á fyrrgreindum stöðum. Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag.

Aukningin er ekki línuleg og miklar sveiflur eru á milli ára, aðallega vegna veðurfars, að sögn Ewu Mariu Przedpelska-Wasowicz, sérfræðings hjá Náttúrufræðistofnun. Hún sagði að ef horft sé til langs tíma sjáist aukning, aðallega í birkifrjókornum og grasi. „Stundum sjáum við jafn há gildi hér og á meginlandi Evrópu,“ er haft eftir henni.

Hún sagði frjókorn berist hingað til lands áður en íslensku plönturnar blómstra. Þetta séu frjókorn frá Evrópu sem geti borist hingað í miklum mæli. Meðal þessar frjókorna eru korn ambrósíu en þau fundust ekki hér á landi áður fyrr en þau valda miklu ofnæmi.

Frjókorn geta einnig haft áhrif á aðra sjúkdóma, til dæmis öndunarfærasjúkdóma, hjartasjúkdóma og geðsjúkdóma.

Haft er eftir Ewu að megnið af frjókornunum komi frá Akureyri og höfuðborgarsvæðinu þar sem mörg græn svæði eru. Þetta á að hennar sögn sinn þátt í aukningunni sem og aukin skógrækt hér á landi. Aðalástæðan er þó hnattræn hlýnun. „Loftslagið er að breytast, plöntunum að fjölga og þær blómgast fyrr. Áður fyrr hófum við talningar í maí en núna þurfum við að byrja í apríl,“ sagði hún.

Í samtali við Fréttablaðið sagði Davíð Gíslason, ofnæmislæknir, að hann hafi tekið eftir aukningu frjókornaofnæmis síðan hann hóf störf 1977. Hann sagðist telja að um 20% ungs fólks sé með frjókornaofnæmi en í rannsókn, sem var gerð 1990, mældist það 12%.

Frettablaðið.is, dv.is

 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is