Á bæjarstjórnarfundi í síðastu viku kom þetta meðal annars fram.
Í fjárhagsáætlun er sömuleiðis gripið til margháttaðra aðgerða til að bæta þjónustu við unga jafnt sem aldna í sveitarfélaginu.
Má þar nefna:
Hækkun á frístundastyrk í 35.000 kr.;
Aukið fjármagn í stoðþjónustu leik- og grunnskóla;
Áherslu á snemmtæka íhlutun og tölvu og upplýsingamál;
Heilsueflingu eldri borgara og átak í aðgengismálum;
Allt þetta miðar að því að bæta lífsgæði og auka ánægju íbúa í Vestmannaeyjum og að nýta tekjur sveitarfélagsins á ábyrgan og skilvirkan hátt til þjónustu við bæjarbúa.