Föstudagur 30. september 2022

Frístund opnar 16. ágúst næstkomandi

Þann 16. ágúst næstkomandi opnar frístundaverið í Hamarsskólanum

Frístund er starfrækt eftir hádegi alla virka skóla daga frá 12:30-16:30 fyrir börn í 1-4 bekk. Jafnframt verður boðið upp á heilsdagsvistun á starfsdögum og í vetrarfríi frá 07:45 – 16:30.

Dagana 16-23 ágúst verður heilsdagsvistun á frístund. Umsóknarblað fyrir vistun þessa daga verður send út á foreldra sem eiga barn skráð á frístund í byrjun ágúst. Það þarf að alltaf að skrá sig á heilsdagsdagana. 24. ágúst opnar síðan frístund á sínum venjulega tíma 12:30-16:30.

Megin markmið frístundar er að bjóða upp á innihaldsríkt frístundar- og tómstundastarf í barnvænu og skapandi umhverfi þar sem starfshættir einkennast af frjálsum leik og vali.

Opið er fyrir umsóknir og eru foreldrar beðnir um að sækja um sem allra fyrst, áður en skólarnir byrja. Forráðamenn sem eiga börn sem nýttu sér frístund á síðasta skólaári þurfa einnig að skila inn umsókn ef þeir ætla að halda áfram að nýta sér þjónustu Frístundar.

Hægt er að sækja um vistun í gegnum íbúagáttina sem má finna á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar

Við hlökkum til að taka á móti ykkur.
Anton Örn Björnsson
anton@vestmannaeyjar.is
s: 488-2240

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is