22.02.2020
Leikararnir úr sjónvarpsþáttunum Friends koma saman á ný í sérstökum þætti HBO sem væntanlegur er í maí.
Er þátturinn framleiddur í tengslum við streymisveituna HBO Max sem hleypt verður af stokkunum í maí, en þar verða allir Friends-þættirnir aðgengilegir auk nýja þáttarins.
Samkvæmt vef Warner Media munu leikararnir Jennifer Aniston, Courteney Cox, Lisa Kudrow, Matt LeBlanc, Matthew Perry og David Schwimmer snúa aftur á sviðið þar sem þættirnir 236 voru teknir upp í Burbank-kvikmyndaverinu.
https://www.instagram.com/p/B82EuiPDBLz/
Frétt er tekin frá mbl.is