Fri­ends endur­funda­þáttur í vinnslu | Tígull.is - Fréttir og viðburðir í Vestmannaeyjum
Screen Shot 2019-11-13 at 10.41.47

Fri­ends endur­funda­þáttur í vinnslu

Sér­stakur Fri­ends endur­funda­þáttur er í fram­leiðslu fyrir HBO Max streymis­veituna sem væntan­leg er í loftið á næsta ári, að því er fram kemur á vef The Hollywood Reporter.

Yrði um að ræða það sem nefnt er hand­rits­laus þáttur í fréttinni. Unnið er að því að fá alla aðal­leikaranna sex auk þátta­fram­leið­endanna, þau David Cra­ne og Marta Ka­uff­man, að þættinum.

Eiga þau nú í við­ræðum við Warner Bros um að mæta til leiks í þáttinn sem fram­leiddur yrði fyrir nýja streymis­veitu fyrir­tækisins sem kemur út á næsta ári.

Líkt og Frétta­blaðið hefur greint frá mun Fri­ends brátt yfir­gefa Net­flix, að minnsta kosti í Banda­ríkjunum, fyrir HBO Max.

Í frétt Hollywood Reporter er tekið fram að við­ræður séu nú í gangi og tekið fram að enn sé unnið að samningum við leikarana og ekki víst hve­nær þeim verður lokið. Þegar því yrði lokið yrði svo að sam­ræma dag­skrár allra og það er sagt hægara sagt en gert.

Tekið er fram að HBO Max og Warner Bros hafi neitað að tjá sig um um­rædd plön.

Frétt tekin frá vef frettabladid.is

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on google
Share on print
Árshátíð VSV aflýst, út að borða í staðinn
Lista- og menningarverkefnið 1000 Andlit Heimaeyjar í Landandum í kvöld
Mikið um lausagang sauðfés í Vestmannaeyjum
Myndaveisla í makríl og síldinni heilsað
Hin árlega sýning
Njáll og Trausti í live viðtali vegna fjölgun bæjarfulltrúa – rök með og á móti – myndbönd

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px 
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
X