Friðrik Hólm Jónsson hefur skrifað undir samning við ÍBV og er því aftur kominn heim!
Friðrik spilaði síðast með ÍBV tímabilið 2021-22 en hann varð meðal annars Íslands-, Deildar- og Bikarmeistari árið 2018 með ÍBV og Bikarmeistari árið 2020.
Við erum mjög ánægð með að Friðrik hafi ákveðið að koma aftur til ÍBV og hlökkum til að fylgjast með honum á vellinum og bjóðum hann velkominn heim, kemur fram á vefsíðu ÍBV.