ÍBV Karlar

Freyr um ÍBV: „Annað hvort fljúga þeir upp eða þetta fer allt í hina áttina“

25.04.2020

Aðstoðarlandsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson segir að ÍBV muni annað hvort fara rakleiðis upp í Pepsi Max-deildina eða að liðið verði í miklum vandræðum í fyrstu deildinni í knattspyrnu í sumar.

ÍBV var á meðal þeirra liða sem voru til umræðu í Sportinu í dag í vikunni þar sem þeir Guðmundur Benediktsson, Freyr og Hjörvar Hafliðason ræddu meðal annars boltann hér heima. Þar var fyrsta deildin til umræðu og þar eru Eyjamenn til alls líklegir í sumar.

„Upplifunin mín er að annað hvort fljúga þeir upp og Helgi verður kóngurinn þarna ásamt Gary Martin og allt í himnalagi eða að þetta fer allt í hina áttina. Ég held að það verði ekkert grátt svæði þarna,“ sagði Freyr.

Hjörvar bætti því við að þeir væru með of mikinn markaskorara í fremstu víglínu til þess að fara ekki upp úr fyrstu deildinni.

„Ég held að þú sért með of mörg mörk þarna í Gary Martin til þess að fara ekki upp. Gary Martin og þú ert með Bjarna Ólaf Eiríksson sem hann freistast væntanlega til þess að nota í miðverðinum því þú ert með Felix í vinstri bakverðinum ef allt er eðlilegt.“

Nánar er fjallað um þetta á visir.is þar er myndband frá þessu viðtalið – fréttin er tekin frá visir.is

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search