Eftir nýjustu fréttir af hertum aðgerðum stjórnvalda sjáum við okkur því miður ekki fært að halda hlaupið okkar, segja þær Tinna, Minna og Sædís sem stóðu fyrir hlaupinu. Þær vilja samt sem áður hvetja allar til að hittast með nánustu vinkonum og fjölskyldu í sumarkjól og skála í freyðivíni. Þær ætla að reyna að halda hlaupið síðar en vilja þakka fyrri frábærar viðtökur.
Sunnudagur 2. apríl 2023