Miðvikudagur 29. nóvember 2023

Fréttir af Þórönnu og Steingrími í Kenía

Þóranna sendi okkur póst og sagði okkur smá frá ferðinni út til Keníu, við gefum henni orðið.

Ferðin til Kenía gekk vel og dvöldum við nokkra daga í Nairobi. Við heimsóttum ABC skólann í Mathare fátæktarhverfinu í Nairobi. Steingrímur kenndi starfsfólkinu skyndihjálp og við fórum yfir nokkur atriði varðandi saumaskap. Þræða nál og festa tölur og fengum við föt til viðgerðar. Það var áhugi hjá nemendum að læra og við kvöddum með eftirsjá og þakklæti. Við erum komin til Nakuru og við höfum heilsað upp á vini okkar í New life og á kvennaathvarfinu. Verktakinn hefur hafið verkið og munum við fara á morgun og hitta stjórnendur þar. Hér er löng helgi og frídagur á mánudegi því hetjudagurinn var á sunnudegi. 

Bestu kveðjur heim Þóranna og Steingrímur

Fyrir þau sem að vilja styrkja þetta verkefni þá er um að gera að smella á þennan link: https://forms.gle/ziikVZz4ovmGYWrF7

Við fórum í kirkju á sunnudaginn. Það var mikið sungið og dansað. Jögvan frá Færeyjum talaði. Allir erlendir gestir fengu að gjöf Masaí teppi og blómvönd. Það var gaman að hitta marga vini.


Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is