Fréttir af Þórönnu og Steingrími í Kenía

Hérna eru fréttir af Þórönnu og Steingrími en þau eru dugleg að láta vita af sér og skrifa nánast á hverjum degi um ævintýri dagssins, við tókum saman nokkra daga og segjum hér frá þeim, kannski ekki alveg í réttri röð en það gerir ekki til.

Við erum búin að fara í hand og fótsnyrtingu hjá vinkonu okkar hér og er saga hennar merkileg. Hún var ein af fyrstu konum sem kom í kvennaathvarfið en er núna snyrtifræðingur á góðri stofu.

Handsnyrting. Vinkona okkar var komin með annan starfsmann í vinnu

Steingrímur fór í klippingu hjá rakara sem þorir að klippa hár hvítingja.

Í gærkvöldi var kveðjustund fyrir eina vinnukonuna því hún er að fara til Nairobi að halda áfram í lögfræðinámi. En hún varð að taka hlé á náminu vegna fjárskorts.

Lögfræðineminn og Danir

Við hittum nokkra sem við þurftum að tala við og það var gaman að hitta Felix, drenginn sem við höfum styrkt síðan hann var í leikskóla. En hann hefur lokið einu ári í framhaldsskóla.

Við hittum Felix

Við heimsóttum leikskólann á New Life.

Við fórum í kvennaathvarfið og hittum leiðandi fólk og verktakann. Það er byrjað á verkinu og fórum við yfir ýmis atriði með honum. Hann lofaði að verkið yrði vel unnið.

Hópurinn frá Færeyjum fór í morgun og hingað komu tvær danskar konur í dag.

Það var sungið og spjallað

Það var jólastund í New Life leikskólanum við öskuhauga borgarinnar. Þetta er síðasti dagur fyrir sumar og jólafrí. Það er frábært starf sem kennarar vinna og hvert barn er styrkt. Það byrja ný börn eftir áramót og enn vantar styrktarmenn. Endilega hafið samband ef þið viljið styrkja barn

Við hjá Tígli minnum á að það er hægt að styrkja þetta verkefni, láta gott af sér leiða og ekki skemmir fyrir að fá að fylgjast með því sem maður er að styrka, hérna er linkur sem hægt er að smella á og skrá sig: https://forms.gle/ziikVZz4ovmGYWrF7

Við erum þakklát fyrir allan stuðning að heiman segja þau að lokum.

Við hjá Tígli minnum á að það er hægt að styrkja þetta verkefni, láta gott af sér leiða og ekki skemmir fyrir að fá að fylgjast með því sem maður er að styrka, hérna er linkur sem hægt er að smella á og skrá sig: https://forms.gle/ziikVZz4ovmGYWrF7

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is