Fréttir af Hraunbúðum

26.10.2020

Eins og staðan er núna gengur vel hjá okkur og sem betur fer hafa engin smit borist inn á heimilið.

Enginn er í sóttkví né einangrun á eyjunni eins og staðan var á föstudaginn en við erum þó ennþá á neyðarstigi því veiran er lúmsk og er enn á kreiki.

Vonandi fáum við pásu frá henni á landsvísu í nóvember og getum aðeins slakað á aftur.

Við erum því núna með áfram heimsóknarreglu um einn á dag, sá sami í 7 daga í röð, notkun maska, sótthreinsun og fjarlægðartakmörkin.

Aðstandendur hafa sýnt ótrúlega þrautsegju og skilning á þessum takmörkunum öllum því þetta er ekki auðvelt, takk fyrir það. Við höfum lagt áherslu á tónlist og upplestur í tómstundastarfinu undanfarið. Bæði fengið reglulega tónlistarflutning frá vinum okkar og sagt svo sögur af tónlistarfólki þar sem spiluð eru lög á milli. Sagðar hafa verið sögur af Ellý Vilhjálms, Villa Vill og Óðni Valdimars. Svo fórum við í tónlistarbingó um daginn sem var mjög skemmtilegt og tókum rafrænan samsöng.

Geir Jón er okkur svo trúr með fréttaflutninginn í hverri viku.

Við erum svo að vinna að því að opna vinnustofu hjúkrunarheimilismegin því enn erum við með dagdvölina aðskilda frá heimilinu.

Við ætlum að taka einn prufudag í því í dag mánudag.

Kær kveðja frá Hraunbúðum

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search