Þriðjudagur 6. júní 2023

Fréttatilkynning: Jón Karl Ólafsson nýr stjórnarformaður hjá Svarinu

17.06.2020

Svarið ehf sem vinnur að koma upp Laufey þjónustumiðstöð á Bakka hefur fengið öflugan liðsauka:

Jón Karl ÓIafsson fyrrv. forstjóri Icelandair, framkvæmdastjóri Isavia, Flugleiða og formaður Samtaka ferðaþjónustunnar í 6 ár. Jón Karl hefur yfir 30 ára reynslu af ferðaþjónustu á Íslandi og er að öðrum ólöstuðum vafalítið með mestu reynslu og þekkingu á greininni sem stjórnandi hér á landi. Hann mun gegna stöðu stjórnarformanns Svarsins og er væntanlegur til Vestmannaeyja á næstu dögum til viðræðna við hagsmunaaðila.

Jón Karl:

„Ég er himinlifandi að koma að þessu verkefni sem nýr stjórnarformaður. Þetta er myndarlegasta og jafnframt eitt þarfasta verkefni sem ég hef séð lengi, sérstaklega fyrir Vestmannaeyjar. Fyrir liggur mikil vinna og undirbúningur á þriðja ár og ég geng til liðs við þá félaga vegna þess að ég trúi heilshugar á verkefnið og til að koma þessu af stað í framkvæmd, nú þegar öll tilskilin leyfi eru klár. Núna eru fleiri bæjarfélög búinn að lýsa áhuga en það er Sveini Waage og félögum mikið í mun að byrja í Vestmannaeyjum og ég trúi ekki öðru en það gangi eftir“

Sveinn Waage:

„Þetta eru frábær tíðindi, sannkallaður hvalreki, fyrir okkur. Ef við fengjum að velja eina manneskju á landinu til liðs við okkur í þessu verkefni væri Jón Karl líklega efstur á lista. Það skemmir ekki að hann er ekki bara eldklár og öflugur heldur skemmtilegur líka, en ekki segja honum það samt  Eins og allt gott fólk hefur hann tengingu við Eyjar og deilir sannfæringu minni að Eyjarnar eigi mikið inni þegar kemur að ferðamennsku. Það verður frábært að taka þetta verkefni áfram með honum.“

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is