23.12.2020
Aron Robert Spear 27 ára sóknamaður er kominn í KFS og mun leika með liðinu í 3. deild næsta sumar. Aron þekkja Eyjamenn vel, árið 2011 kom hann til ÍBV ungur að árum eftir að hafa verið á mála í Englandi m.a. hjá Newcasle. Aron hefur leikið 32 leiki í efstu deild og skorað í þeim 8 mörk. Síðustu ár hefur Aron leikið í Svíþjóð, Vestra og nú síðast í 2.deild með Kórdrengjunum þar sem hann lék 18 leiki og skoraði 5 mörk í sumar.
KFS býður Aron velkominn í KFS og hlökkum við til að sjá þenna frábæra sóknarmann á vellinum í sumar.
Stjórn KFS þakkar öllum stuðningsmönnum og velunnurum fyrir árið, koma Arons er góð jólagjöf fyrir okkur hjá klúbbnum.
Við óskar öllum Gleðilegra jóla.

