Þriðjudagur 5. desember 2023

Fréttatilkynning frá ÍBV

Í gær skrifaði ÍBV undir samninga við Fatma Kara og Kristjönu Sigurz. Fatma hefur leikið hér á landi með HK/Víking en hún á að baki 35 landsleiki fyrir Tyrkland. Kristjana kemur hinsvegar frá Breiðablik en hún á að baki 15 unglingalandsleiki og þykir mjög efnilegur leikmaður.
ÍBV eru einnig búnar að semja við Þýskan miðjumann og munu svo á næstu dögum undirrita samninga við tvo Bandaríska leikmenn.
ÍBV stefna að því að bæta við sig enn fleiri leikmönnum á næstu vikum. Þá ritaði Sonja Ruiz undir samning um áframhaldandi starf sem nuddari liðsins.
Einnig kemur fram í fréttatilkynningunni frá ÍBV að Clara Sigurðardóttir er samningsbundin ÍBV út næsta leiktímabil.
Eins og áður hefur komið fram er Andri Ólafsson þjálfari, Birkir Hlynsson aðstoðarþjálfari og Þorsteinn Magnússon verður markmannsþjálfari.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is