Fréttatilkynning frá ÍBV – leikmenn skrifa undir

Á síðustu dögum hefur kvennalið ÍBV skrifað undir samninga við nokkra leikmenn í undirbúningi sínum fyrir komandi átök í Lengjubikar, Mjólkurbikar og Pepsí Max deildinni en ÍBV ætlar sér stóra hluti undir stjórn Andra Ólafssonar og Birkis Hlynssonar.


Birgitta Sól Vilbergsdóttir skrifaði undir nýja samning við félagið en Birgitta Sól sem er fædd 2002 er uppalin í Ólafsvík en kom ung til eyja þar sem hún stundar nám og sækir akademíu FÍV og ÍBV. Birgitta er að hefja sitt þriðja leiktímabil með ÍBV.
Danielle Tolmais kemur til ÍBV frá Frakklandi en Danielle leikur sem sóknarmaður sem einngi getur leyst allar miðjustöðurnar.
Hanna Kallmaier kemur til ÍBV frá Þýskalandi en Hanna leikur sem varnarsinnaður miðjumaður sem einnig getur leyst allar varnarstöðurnar.
Olga Sevcova, Eliza Spruntule og Karlina Miksone koma allar til liðs við ÍBV frá Lettlandi. Olga leikur sem sóknarmaður, Eliza sem varnarmaður og Karlina sem miðjumaður. Allar eru þær landsliðskonur og þykja skara fram úr þar.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search