01.05.2020
Hafdís Ástþórsdóttir opnaði hársnyrtistofuna Dízo árið 2008. Ásta Jóna Jónsdóttir kom inn sem helmingseigandi á móti Hafdísi árið 2010 og hafa þær rekið stofuna undir formerkjum Dízo allar götur síðan.
Undanfarið höfum við unnið að mörgum breytingum á stofunni og það gleður okkur segja frá að elsku Ásta Hrönn Guðmannsdóttir sem nú er búin að vinna hjá okkur í 9 ár er að koma inn sem meðeigandi inn í félagið og í tilefni þess ætlum við að breyta nafni stofunnar í SJAMPÓ.
Við erum rosalega spenntar að taka á móti okkar dyggu kúnnum strax á mánudag og lýtum björtum augum inn í framtíðina!
