Frásögnum safnað um skólastarf í samkomubanni – Tígull.is – Fréttir og viðburðir í Vestmannaeyjum
Screenshot 2020-11-17 at 14.18.47

Frásögnum safnað um skólastarf í samkomubanni

17.11.2020

Nú stendur yfir söfnun upplýsinga um reynslu fólks af skólahaldi á tíma COVID-19.

Þá er átt við alla þætti sem snerta nám og kennslu á þessum tíma en einnig aðra þætti sem hafa haft áhrif á nemendur, foreldra, kennara, stjórnendur auk annarra starfsmanna skóla á öllum skólastigum. Sögurnar verða til umfjöllunar á ráðstefnu vorið 2021 og efniviðurinn nýttur í bók sem ráðgert er að gefa út um þennan tíma í íslenskri menntasögu.

„Við höfum áhuga á öllu því sem við kemur námi og kennslu á þessum tíma, en einnig öðrum þáttum sem höfðu áhrif á nemendur, foreldra, kennara, skólastjórnendur auk annarra starfsmanna skóla á öllum skólastigum. Við viljum fá sem breiðasta dreifingu sagna með alls konar upplifunum, áskorunum, lausnum og reynslu. Umfram allt höfum við áhuga á sögum sem við getum dregið lærdóm af,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.

Ritnefnd er skipuð sérfræðingum frá Háskóla Íslands, Kennarasambandinu, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Ritstjóri er Svanhildur Kr. Sverrisdóttir.

Nefna má sem dæmi jákvæða eða neikvæða upplifun, áskorun, lausnir, lærdóm, reynslu, fjölskyldulífið og líðan. Markmiðið er að draga lærdóm af því sem gert var og nýta reynsluna til framtíðar, íslensku menntakerfi til heilla.

Sögunum má skila á íslensku eða ensku á netfangið sogur@mrn.is fyrir lok árs.

Sögurnar verða ekki birtar í heild sinni án samráðs við höfunda þeirra.

Æskilegt er að fram komi staða þess sem miðlar sögunni (nemandi, foreldri, kennari, skólastjórnandi, annað), skólastig og landsfjórðungur/svæði. Æskileg lengd sagna er allt að 300-600 orð í rituðum texta eða allt að 3 mínútur ef um myndband eða hljóðrás er að ræða. Efnistök eru opin en málefnið þarf að tengjast menntun og COVID-19.

Greint er frá þessu inn vef Mennta- og menningarmálaráðuneytisins.

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on google
Share on print
Skora á umhverfis og skipulagsráð Vestmannaeyja
Týnd í 47 ár en er nú komin í réttar hendur
Guðdómlega fallegur fluttningur hjá Unu og Söru Renee á laginu The Prayer
26 styrkumsóknir bárust fyrir Viltu hafa áhrif 2021
Ör hugvekja á síðasta sunnudegi kirkjuársins
Ási í Bæ – myndband frá SIGVA media frá 2014

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px 
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
X