Miðstöðin er meðal þeirra fyrirtækja sem að uppfyllir strangar kröfur CreditInfo. Til að komast á lista framúrskarandi fyrirtækja þarf að uppfylla strangt mat sem CreditInfo leggur fyrir og eru aðeins 2% fyrirtækja sem standast þessar kröfur.
„Það er okkur mikill heiður að fá þessa viðurkenningu og viljum við þakka okkar frábæra starfsfólki fyrir þeirra framlag að uppbyggingu Miðstöðvarinnar.
Ekki síður viljum við þakka viðskiptavinum okkar því án þeirra væri vinna okkar einskis virði“ kemur fram á facebook síðu Miðstöðvarinnar.
Til hamingju Miðstöðin.
