13.10.2020
Fimmtudaginn 15.október eru foreldraviðtöl í GRV
Vegna aðstæðna verða viðtðlin rafræn í ár, foreldrar fá leiðbeiningar frá umsjónarkennurum varðandi framkvæmd. Foreldrar geta sem áður bókað viðtöl á mentor.
Hér má sjá leiðbeiningar um hvernig það er gert:
Föstudaginn 16. október er starfsdagur og ekki skóli hjá nemendum
Heilsdagsvistun á Frístund verður í boði þennan dag, hægt er að hafa samband við fristund@vestmannaeyjar.is.
Mánudag 19. okt. og þriðjudag 20. okt. er vetrarleyfi í GRV
Við vonum að nemendur og foreldrar geti átt notalegan tíma saman í vetrarleyfinu, helst heima við.
Minnum á tilkynningu aðgerðarstjórnar almannavarna í Vestmannaeyjum, þá vill aðgerðastjórn biðla til bæjarbúa að forðast óþarfa ferðalög á höfuðborgarsvæðið og ef nauðsynlega þarf að ferðast þangað að hafa hægt um sig nokkra daga á eftir.
Greint er frá þessu á vef skólans.