Þriðjudagur 16. apríl 2024

Framundan er bókatúr til New York

Nóg er um að snúast hjá Gísla Matthíasi Auðunssyni en hann er nýkomin frá London þar sem hann var að kynna nýútkomna bók sína sem hefur í allt tekið um 3 ár frá undirritun samnings

Tígull fékk að heyra nánar um bókina frá Gísla.

Hvernig kom það til að fara út í það að gefa út bók?

Ferlið byrjaði í raun fyrir um 6 árum þegar ég byrjaði fyrst að tala við þennan bókaútgefanda en það hefur verið draumur alveg frá því að ég opnaði SLIPPINN að gera bók um staðinn og okkar hugmyndafræði sérstaklega hjá þessum útgefanda. En bókin er gefin út í yfir 30 löndum og er ljóst að hún mun verða mikil kynning fyrir bæði Vestmannaeyjar og Ísland.

Hvað getur þú sagt okkur um bókina?

Í henni er mikill fróðleikur um íslenskt hráefni og útum alla bók má finna margar sögur sem tengjast bæði eyjunum, hráefni á íslandi, réttunum sjálfum og/eða veitingastaðnum sjálfum. Það eru yfir 100 mataruppskriftir og allir okkar kokteilar og drykkjarprógram.

Hvað tók það ferli langan tíma?

Frá því að við skrifuðum undir samning hefur ferlið tekið í um 3 ár. Ég fékk Bandarískan rithöfund með mér sem eyddi heilu sumri á Slippnum nánast sleitulaust til að ná alveg upp á hár hvaða sögu við erum að reyna að segja og til að hjálpa okkur að setja í orð og setningar okkar hugmyndarfræði. Einnig voru ljósmyndararnir tveir mjög duglegir að koma til eyja.

Hvað var það skemmtilegasta við þetta verkefni?

Það var það að læra enn meira á okkur sjálf og hvað við stöndum fyrir, bókaskrifin hjálpaði okkur að komast enn betur að því! Það var einnig frábært að vinna með öllu því fagfólki sem kom að bókinni sem margir hverjir hafa verið að gera matreiðslubækur fyrir bestu veitingastaði í heimi.

Eru margir að koma að þessu?

Já bæði ótal margir frá okkur, staffið sem hefur lagt hönd á plóg en svo vann ég náið með tveimur frábærum ljósmyndurum, Gunnar Freyr Gunnarsson (Icelandic Explorer) og Karl Petersson. En svo er risa teymi frá Phaidon sem hefur unnið að bókinni, hönnuðir og fleira. Við erum ótrúlega stolt hvernig verkið kom út á endanum.

Hvað er framundan hjá þér?

Við erum nýkomin frá London þar sem við vorum að kynna bókina og elduðum þar fyrir ótal manns á mismunandi viðburðum. Framundan hjá mér er svo að halda áfram að kynna bókina. Við tekur bókatúr í New York þar sem við munum elda á nokkrum veitingastöðum þar og kynna bókina og þaðan munum við gera stóra kynningu í RVK þar sem við munum 

opna Slippinn í Reykjavík í nokkra daga til kynningar á bókinni. Svo er helling að gerast á SLIPPNUM í Desember – Meðal annars jólaveisla sem verður auglýst sem allra fyrst.

Hvenær kom bókin út?

Hún var bara að koma út rétt í þessu og við ætluðum að bjóða öllum þeim sem vildu koma að fagna með okkur smá bókaútgáfuteiti í dag en vegna vaxandi smita í samfélaginu þá frestum við því í.

Hvar er hægt að fá bókina?

Við erum sjálf að selja hana – hægt er að kaupa hana í gegnum www.slippurinn.com, fengið hana áritaða ef fólk kýs það. Við skutlum henni heim að dyrum hér í eyjum. 

En bókin fæst einnig í Pennanum 

Eymundsson og Costco.

 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search