Barnaskólinn - Tígull

Framtíðarsýn og áherslur í menntamálum

Á fundi fræðsluráðs fyrr í vikunni kynnti fræðslufulltrúi framtíðarsýn og áherslur í menntamálum 2022-2026. Fræðsluráð skipaði á 326. fundi ráðsins þann 19. febrúar 2020 faghóp til að stýra vinnu að gerð framtíðarsýnarinnar. Faghópurinn var skipaður fræðslufulltrúa, kennsluráðgjafa grunnskóla, sérkennsluráðgjafa leikskóla, skólastjóra GRV, aðstoðarleikskólastjóra Víkurinnar, leikskólastjórum Kirkjugerðis og Sóla, fulltrúum leik- og grunnskólakennara, námsráðgjafa og fulltrúa foreldrafélags GRV. Faghópurinn kom þó ekki einn að vinnunni því haldnir voru vinnufundir með öllum kennurum leik- og grunnskólanna, nemendahópum, foreldrum og öðrum áhugasömum.
Faghópurinn átti upphaflega að ljúka störfum í nóvember 2020 en það tafðist vegna heimsfaraldurs.
Framtíðarsýnin er „Skólar í fremstu röð sem veita nemendum góða almenna menntun og hvetjandi námsumhverfi í öflugu lýðræðislegu samstarfi með áherslu á heilbrigði og vellíðan“. Áhersluþættir framtíðarsýnar eru fjórir, læsi, stærðfræði, tæknimennt og snemmtæk íhlutun. Hver og einn þáttur hefur yfirmarkmið, undirmarkmið og áhersluþætti. Skólarnir vinna aðgerðaáætlun fyrir hvert skólár og setja fram áætlun um mælingar á árangri, skráningu og eftirfylgni.
Rafræn kosning var um gildi framtíðarsýnarinnar en þau eru ÁHUGI-SAMVINNA-ÁRANGUR. Gildin mynda grunn að sýninni og eru jafnframt leiðarljósið fyrir aðgerðaáætlun og mat á árangri.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search