11.01.2020
Nú á næstu vikum verður farið að laga gangstéttar og lagnir á Boðaslóðinni. Um er að ræða gangstéttir, kanta, vatnslagnir, síma og ljósleiðaralagnir og því má reikna með að verkið taki svolítinn tíma.
Byrjað verður að skafa ofan af gangstéttum í næstu viku ef veður leyfir.
Óhjákvæmilega mun verða eitthvað rask við þessar framkvæmdir og biðjumst við velvirðingar á því.
Vestmannaeyjabær, Míla og HS veitur.
Mynd – skjáskot frá ja.is