Laugardagur 30. september 2023

Framkvæmda- og stofnkostnaður við nýja deild á Kirkjugerði um 45 milljónir

Á 3198. fundi bæjarráðs dags 26.07.2023 var tekið fyrir umsóknir á leikskóla og staða inntökumála. Þar samþykkti ráðið erindi Fræðsluráðs Vestmannaeyja (fundur 374) um að setja upp nýtt leikskólarými á Kirkjugerði og bæta við í byrjun rými fyrir um 20 börn. Ráðið fól  framkvæmdastjóra að fullvinna kostnaðaráætlun við húsnæðið og framkvæmdina og leggja fyrir bæjarráð.  Minnisblað framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs og framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs var tekið fyrir á síðasta fundi bæjarráðs bæjarráði. Þar er m.a. að finna áætlaðan árlegan rekstrarkostnað af nýrri deild, stofnkostnað vegna kaupa á innanstokksmunum og tækjum og framkvæmdakostnað, ef miðað er við húsnæði í formi gámaeininga og frágang á þeim.
Árlegur rekstur af deild Rekstur á nýrri deild er áætlaður um 51 til 74 milljón á ári. Launaþátturinn sveiflast frá 43 – 66 milljónir og skýrist mismunur á kostnaði af hlutfalli ófaglærðs og faglærðs fólks. Annar kostnaður er matarkostnaður sem er áætlaður um 7 milljónir, hækkun  stjórnunarkostnaðar (en laun skólastjóra ræðst af stærð skólans þ.e. nemendafjölda) og orkukostnaði.

Stofnkostnaður
Stofnkostnaður af húsgögnum og leikföngum er áætlaður um 4,5 miljónir. Innifalið í því eru borð, stólar, skápar, hillur, dýnur, teppi, koddar, gardínur, skilrúm og leikföng. Stofnkostnaður vegna eldhús er áætlaður um 1,4 milljón. Innifalið í því er uppþvottavél, ísskápur, örbylgjuofn, helluborð, hitakassi, matvagn, borðbúnaður og þurrkskápur. Samanlagður stofnkostnaður er því áætlaður 6 milljónir.

Framkvæmdakostnaður
Framkvæmdakostnaður er áætlaður um 39 milljónir. Innifalið í því eru þrjár gámaeiningar, flutningur á gámaeiningum, vinna við að setja einingarnar saman, jarðvinna, tenging lagna (neysluvatn, hiti og rafmagn) og frágangur að einingunum.

Samanlagður framkvæmda- og stofnkostnaður er áætlaður um 45 milljónir.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is