Frændsystkini sigruðu í teiknikeppni mjólkursamsölunnar

Frændsystkinin Dís Júlíusdóttir og Hrafnkell Darri Steinsson báru sigur úr býtum í teiknikeppni Mjólkursamsölunnar í ár. Þetta er frábær árangur hjá þeim þar sem alls voru sendar inn yfir 2500 myndir frá nemendum í 4.bekk alls staðar af landinu og valdar eru einungis 10 vinningsmyndir. Þetta er í fjórða sinn sem Grunnskóli Vestmannaeyja á vinningshafa í keppninni og eru verðlaunin alls ekki af verri endanum en hver sigurvegari fær 40.000 kr sem rennur í bekkjarsjóðinn. Þau Hrafnkell Darri og Dís sigruðu með glæsilegum myndum. Hrafnkell tengdi íslensku kúna við mjólkina á frumlegan hátt og Dís sýndi fjölbreytileikann í mjólkurframleiðslunni á skemmtilegan máta. 

 

Vonandi eignast ég hesta 

Nafn: Dís Júlíusdóttir 

Bekkur: 4.ÞJ

Fjölskylda: Mamma mín heitir Þóra Gísladóttir og pabbi heitir Júlíus Ingason. Ég á 2 bræður sem heita Arnar og Andri. Svo á ég 1 hund sem heitir Nóel og 2 kisustráka, þá Mána og Dag. 

Hvað finnst þér skemmtilegast að gera í skólanum? 

Mér finnst myndmennt skemmtilegustu tímarnir. 

Hvað finnst þér skemmtilegast að gera eftir skóla? 

Borða, leika við vini mína, dansa og fleira. Finnst líka alltaf gaman að teikna og föndra. 

Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór?

Ég veit ekki það ekki alveg strax, en vonandi eignast ég hesta. 

Af hverju tókst þú þátt í keppninni?

Þegar ég heyrði að við mættum taka þátt þá bara vildi ég gera það. 

Hvernig fékkstu hugmyndina að vinnings myndinni?

Ég elska mjólk og vildi bara gera eitthvað með hana. 

Hvað fékkstu í vinning? 

Bekkurinn minn fékk 40.000 kr, ég fékk myndina mína í ramma og svo fékk ég alls konar myndlistardót frá skólanum og Hanna amma og Gísli afi komu líka með verðlaun handa mér og það var fullur poki af allskonar nammi og páskaeggjum.

Hvað langar þig að gera fyrir peninginn sem þú vannst?

Mig langar að fara upp á land með bekknum mínum og gera skemmtilega ferð með þeim.  

 

 

Langar að verða myndmenntakennari og dansari

Nafn: Hrafnkell Darri Steinsson 

Bekkur: 4.KM

Fjölskylda: Mamma mín heitir María Rós, pabbi minn heitir Steinn, systkini mín heita Þórhallur, Hólmfríður og Hrafnhildur.

Hvað finnst þér skemmtilegast að gera í skólanum?

Myndmennt, dans, smíði og vera hjá Kollu.

Hvað finnst þér skemmtilegast að gera eftir skóla? 

Fara í skáta, handbolta, fótbolta og leika við Höllu.

Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? 

Mig langar að verða myndmenntakennari og dansari.

Af hverju tókst þú þátt í keppninni?

Af því mér finnst mjög gaman að teikna. Þegar ég sá allar vinningsmyndirnar á ganginum í skólanum þá ákvað ég að taka þátt.

Hvernig fékkstu hugmyndina að vinnings myndinni?

Ég talaði um þetta við mömmu og við ákváðum að myndin ætti að vera sérstök og þá ákvað ég að hafa hálfa belju standandi inn í mjólkurfernu.

Hvað fékkstu í vinning? 

Ég fékk 40.000 kr. handa bekknum mínum til að deila og ég fékk tússliti, pennsla, blýant, strokleður og allskonar teiknidót.

Hvað langar þig að gera fyrir peninginn sem þú vannst?

Mig langar að fara ribsafari ferð með bekknum mínum og svo á Eydísi að fá ís.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search