Laugardagur 26. nóvember 2022

Fræðsla er besta forvörnin

Undanfarin ár hefur kynfræðslufélagið Ástráður heimsótt Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum og haldið fræðslu fyrir nýnema. Ástráður er rekið af læknanemum Háskóla Íslands og voru það þær Agnes Stefánsdóttir og Silja Dögg Helgadóttir sem sáu um að fræða nýnemana um kynlíf, kynheilbrigði, kynsjúkdóma, getnaðarvarnir og fleira sem að því kemur. Þær voru með fyrirlestur, almenna fræðslu ásamt hópefli og umræðum.
Í umræðunum fengu nemendur miða sem þeir áttu að setja sínar spurningar varðandi þessi málefni og leituðust læknanemarnir við að svara þessum spurningum. Til að gera umræðurnar þægilegri fyrir nýnemana þá fengu kennarar ekki að vera inn í stofunum.

Þessi heimsókn er hluti af forvarnarstefnu skólans og hafa nemendur FÍV tekið vel á móti læknanemunum og verið virkir í tímunum. Gaman er að segja frá því að Agnes er fyrrum nemandi FÍV og er alltaf gaman að fá heimsókn frá „gömlum“ nemendum. Á meðfylgjandi myndum sjást hressir nýnemar og læknanemar.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is