Frosti Gíslason sér um skátastarfið í Eyjum og hefur haft það að hefð að halda upp á hrekkjavökuna ásamt krökkunum í skátunum. Þetta er fjórða árið röð. Eiginkona Frosta, Ingibjörg Grétarsdóttir á heiðurinn af þessari skemmtilegu hefð en hún sá einnig um að skreyta Skátastykkið fyrir hrekkjavökuna. Tígull fékk að kíkja í Skátastykkið og óhætt er að segja að mikið hafi verið lagt í þetta kvöld og skreytingarnar stórkostlegar.
Þetta er haldið fyrir börn í 2. – 10. bekk. Kvöldinu er skipt upp í þrjá hópa og því þrjú hryllingsstig.
Skreytingarnar verða hræðilegri eftir því fyrir hvaða aldur þetta er, en allt innan skynsamlegra marka.
Krakkarnir hafa sjálf séð um skemmtanir á kvöldinu en frumsamdir söngvar, dansar, leikrit og stuttmyndir voru meðal þeirra fjölmörgu atriða á Hrekkjavökuskemmtun skátanna í Eyjum í Skátastykkinu mánudagskvöldið 28.október.
Skátarnir í Eyjum leggja áherslu á skapandi skátastarf og bar skemmtun þeirra aldeilis vott af því. Umhverfi skátaskálans Hraunprýði í Skátastykkinu var fagurlega skreyttur á hræðilegan hátt.
Skátarnir skemmtu sér vel að vanda og hlakka til áframhaldandi skapandi og skemmtilegs skátastarfs í vetur.
Frosti sendi á okkur nokkrar myndir frá kvöldinu.