Fimmtudagur 21. september 2023

frábært fólk & falleg náttúra

01.08.2020

Nafn: Björg Hjaltested

Fjölskylda: Gift Halli Einarssyni og saman eigum við Daníel Inga 8 ára, Kristófer Daða 7 ára og Sunnu Marín 4 ára.

Áhugamál: Útivera, ferðast, vera með fjölskyldunni og vinum.

Menntun: BS í viðskiptafræði og er að klára mastersgráðu í markaðsfræði.

Starf: Er að vinna hjá Deloitte og búin að vera þar í 4 ár.

Hvaðan ertu: Kópvoginum, við fluttum til Eyja fyrir 6-7 árum.

Hvernig finnst þér að búa í Eyjum? Mér finnst æðislegt að búa í eyjum, stutt að fara allt, frábært fólk og falleg náttúra sem er endalaust hægt að njóta sín í.

Nú ert þú með vefverslunina heimilislif.is getur þú sagt okkur aðeins meira frá því?

Ég opnaði netverslunina www.heimilislif.is fyrir rúmu 1,5 ári. Ég fann fyrirtæki í Tyrklandi sem framleiðir tyrknesk handklæði og fannst vanta meira úrval af þeim á góðu verði. Í dag er ég að selja ilmkerti, ilmstangir, handsápu, handáburð, umhverfisvænar vörur í þvottinn, tyrknesku handklæðin og fleira sem ég flyt inn sjálf og næ því að halda verðinu sanngjörnu. Tyrknesku handklæðin eru úr 100% tyrkneskri bómull, mjúk, rakadræg og til í nokkrum litum, þau ásamt ilmunum eru vinsælustu vörurnar okkar.  Við höfum einbeitt okkur að því að vera með góðar vörur sem eru án aukaefna, umhverfisvænar og á góðu verði. Við skutlum pöntunum upp að dyrum í Eyjum og er möguleiki að velja það í pöntunarferlinu í netversluninni. Það er einnig í boði að senda okkur skilaboð og kíkja við og skoða vörurnar. 

Hvað hefur þú farið oft á Þjóðhátíð? 6-7 sinnum.

Hvað finnst þér um að það verði engin Þjóðhátíð í ár? 

Það verður bara tvöfalt skemmtilegra á næsta ári, helgin í ár verður væntanlega eftirminnileg þar sem margir munu halda sína eigin þjóðhátíð með fjölskyldu og vinum.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is