08.11.2020
Að upplifa það að svífa um loftið er hreint út sagt ólýsanleg upplifun, allar heimsins áhyggjur svífa burt. Þetta jafnast á við 10 hugleiðslu tíma.
Kata Laufey – Tígull
Hvaða fólk á bakvið Zipline og paragliding? Allt er betra í góðu teymi og að baki bæði Zipline og True Adventure Paragliding eru frábær teymi sem samanstanda af ævintýrasæknum flökkukindum. Samúel Alexandersson (f.1981) og Þráinn Sigurðsson (f.1977) standa að svifvængjafluginu og þeir tveir ásamt Ásu Einarsdóttur (f.1976) og Æsu Guðrúnardóttur (f.1977) eru svo bakland Zipline. Samanlögð reynsla þessara fjögurra fræknu er langt frá því að vera ný. Við höfum, meðal annars, komið nálægt svifvængjaflugi, köfun, ísklifri, brimbrettareið og kajaksiglingum. Við náðum loks að sameina ást okkar á núttúrunni og ævintýrum í þessari mögnuðu upplifun sem zipline og svifvængjaflug er og deilum glöð þessari upplifun með hverjum sem til okkar vill koma.
Sammi er ævintýrasækinn flökku-kind. Ást hans á svifvængjaflugi og ferðalögum dró hann að lokum til Víkur fyrir u.þ.b. áratug og á sumrin unir hann sér hvergi betur. Íslenskir vetur eru þó í engu sérstöku uppáhaldi hjá honum, líklega af því að hann á ættir að rekja aðeins sunnar í heiminum, svo hann hefur eytt síðustu vetrum að fljúga tandem kennsluflug í Höfðaborg, Suður-Afríku. Ef þú sérð hann ekki í einhversskonar öryggisbelti þá finnurðu hann líklega einhverstaðar með kaldan drykk í hönd…. eða hamborgara!
Þráinn er uppalinn á suðurlandinu, þó ekki í Vík en þangað kom hann fyrir ca. 20 árum og hefur ekki fært sig fet síðan. Þráinn hefur leiðsagt jeppa- og jöklaferðir og tekið á móti gestum í Norður-Vík í öll þessi ár. Síðan hann fór að fljúga og zippa hefur það haldið allri hans athygli og þið verðið ekki fyrir vonbrigðum ef hann verður leiðsögumaðurinn ykkar. Enginn veit meira um sögu Mýrdalshrepps en Þráinn. Hann er einnig frábær kokkur og dyggur stuðningsaðili einhvers ensks fót-boltaliðs, sem við munum ekki hvað heitir.
Ása hefur verið að flækjast í ævintýrum síðan hún var unglingur. Frá því að vera partur af Ævintýraklúbbnum í félagsmiðstöðinni Fjörgyn, þar sem hún kynntist því að ganga um allt Ísland, allt að því að aðstoða svifvængjaflugmenn um Atlas fjallgarðinn í Marokkó. Ein helsta ástríða Ásu er að ferðast um heiminn og kanna hvernk krók og kima þess, upplifa nýja menningu og koma á nýjar slóðir. Eftir að hafa ferðast um heiminn með svifvæng á bakinu í nokkurn tíma endaði hún í Vík. Hún trúir mikið á jafnvægi í lífinu og þegar hún er ekki að zippa eða fljúga þá finnuru hana líklega hugleiðandi á jógamottunni.
Æsa er hinn eini sanni heimalingur í hópnum. Hún er fædd og uppalin í Vík og fer helst ekki út fyrir hreppsmörkin, nema það feli í sér góða skemmtun, sól og ævintýri. Æsa hefur verið húsfreyja í Norður-Vík síðan um aldamótin. Hún er afar fróð um svæðið og veit einfaldlega allt um allt. Æsa elskar te fremur öllu öðru og drekkur það í miklu óhófi og kýs helst endurunnar krukkur til drykkjunnar.
Hvaða þjálfun ertu með í þessu öllu?
Öll lærðum við svifvængjaflug til að byrja með í gegnum Fisfélag Reykjavíkur, sem heldur námskeið hvert vor og höfum síðan þá náð okkur í frekari réttindi, þjálfun og reynslu víðsvegar um heiminn. Öll erum við með IPPI réttindi frá Alþjóðlegu flugmálastofnuninni og að auki eru Sammi og Þráinn með APPI réttindi fyrir Tandem kennsluflug og svo hefur Sammi gengið í gegnum strangt þjálfunarferli í Suður-Afríku og hefur SAPHA réttindi einnig þar.
Eruð þið enn að fljúga ?
Tímabilið okkar hér á Íslandi til flugs er maí – september ár hvert en ef veðurskilyrði og dagsbirta leyfa þá eigum við það til að viðra vængina í góðu móti við einhverja fjallsbrún.
En Zipline er það í fullum gangi allan veturinn ?
Zipline hefur verið opið allt árið en það er smá breyting á þennan veturinn því við ætlum að skella í lás rétt svo yfir dimmasta tímann, frá miðjum desember fram í miðjan febrúar en ef það eru hópar á ferð þá tökum við að sjálfsögðu úr lás í samráði við þá.
Paraglide er það fyrir alla?
Já, við getum eiginlega fullyrt það að svifvængjaflug sé fyrir alla. Sumum nægir að sitja í traustum faðmi flugmanna eins og okkar og njóta útsýnisins. Aðrir vilja læra sjálfir og fá sinn eigin væng. Það er gríðarleg aukning í svona “hike & fly” þar sem fjallagarpar eru með mjög léttan væng og nýta hann í að losna við hinn hvimleiða niðurgang af fjöllum. Enn aðrir vilja reyna fljúga landshorna á milli og finnst best að raka inn sem flestum kílómetrum og lenda óvænt einhversstaðar í óbyggðum og svo er svokallað wagga, sem er nálægðarflug, oft í mjúkum sandöldum og nálægt strönd að fá aukna athygli hér á landi líka. Eitthvað fyrir alla og sérstaklega þá sem einhverntíman hafa fundið hjá sér löngum til að svífa um loftin blá, frjáls eins og fuglinn.
Næsta vor! hvernig er planið?
Við opnum fyrir Tandem kennslu-flugið 1. maí og vonumst til að sam-landar okkar verði jafnduglegir að koma til okkar, bæði í svifvængjaflug og zipline, eins og þeir voru á nýliðnu sumri.
Er í myndinni að halda námskeið til að læra að fljúga?
Fisfélag Reykjavíkur heldur nám-
skeið á hverju vori og hafa þau einmitt nokkrum sinnum haldið auka námskeið í Vík í Mýrdal og jafnvel reynt fyrir sér á bæði norður- og austurlandi. Það kemur alveg til greina að við höldum námskeið einn daginn en þangað til vísum við áhugasömum á Fisfélag Reykjavíkur.
Værir þú til í að koma á góðum degi til Eyja og bjóða upp á flug?
Já klárlega, ef veður og vindar eru hagstæðir.
Er einhver tækni sem þarf til að fljúga þessu?
Í sinni einföldustu mynd er svif-vængur frekar einfalt og mótorlaust flugtæki og engra tækja er þörf fyrst um sinn. Góð þekking á veðurfræði og loftaflfræði en hún er kennd á byrjendanámskeiðinu. Önnur tækni og þekking kemur með tímanum og reynslu.
Hvert á að snúa sér til að panta flug eða Zipline?
Svifvængjaflug má bóka á vefsíðu True Adventure, https://www.trueadventure.is og Zipline má kynna sér betur á vefnum okkar, https://www.zipline.is. Það eru einnig ýmist tilboð í gangi, hvort sem það er fyrir gjafabréf fyrir jólin eða kombó pakka með öðrum fyrirtækjum á svæðinu.