16.07.2020
Það er mjög erfitt að finna samúð með aðgerðum starfsmanna Herjólfs. Fyrirtækið sem sótt er að aflar ekki nægilegra tekna til að standa undir sínum rekstri, þiggur aðstoð úr neyðarsjóðum ríkisins til að halda sér á floti.
Um hvað á fyrirtæki í slíkri stöðu að semja? Samt eru boðaðar vinnustöðvanir. Hvar fæðist svona hugmynd?
Verkföllin bitna harðast og verst á fólki sem rær nú lífróður í sínum rekstri og hefur í mörgum tilfellum lagt heimili sín undir. Nú þarf mannúð og skynsemi! Hún er kannski ekki til hjá þeim sem með ferðina fara í þessu ömurlega máli, en hlýtur samt að finnast í hópi starfsmanna.
Látið af þessum aðgerðum, þær eru alvarleg tímaskekkja!
Ferðamálasamtök Vestmannaeyja