Fótboltaspurningar 2020

16.12.2020

Vestmannaeyjingar hafa löngum verið miklir knattspyrnuáhugamenn og oft og tíðum náð í titla á þeim vettvangi.

Hér á eftir eru nokkrar spurningar úr bókinni Fótboltaspurningar 2020, eftir feðgana Guðjón Inga Eiríksson og Bjarna Þór, son hans.

Og svariði nú!

 1. Hvaða lið varð bikarmeistari kvenna árið 2019 og það í fyrsta sinn í sögu sinni?
 2. Eyjapeyinn Tryggvi Guðmundsson er markahæstur allra í efstu deildinni með 131 mark.  Þessi mörk hefur hann skorað með fjórum liðum.  Þrjú þeirra eru ÍBV, FH og KR, en hvert er hið fjórða?
 3. Hverrar þjóðar er Teemu Pukki?
 4. Hvaða afríska landslið hefur gælunafnið Ljónin frá Teranga?
 5. Hvernig eru sokkarnir á litinn í aðalbúningi Frakka?
 6. Hvaða leikmaður Bandaríkjanna, sem varð heimsmeistari kvenna 2019, var kosin Knattspyrnukona ársins þetta sama ár af Alþjóðaknattspyrnusambandinu, sem iðulega er kallað FIFA?
 7. Hvaða liði hafa þeir allir stýrt: Gianfranco Zola, Avram Grant, Sam Allardyce og Slaven Bilic?
 8. Með hvaða liði lék Bruno Fernandes áður en hann gekk í raðir Manchester United?
 9. Frá hvaða landi eru liðin Servette og Luzern?
 10. Hver er maðurinn: Hann fæddist 15. október 1988 og hefur spilað til dæmis með Pierre-Emerick Aubameyang, Sergio Ramos og Thomas Müller? Við hvern er átt?
 11. Hvaða knattspyrnukona segir frá ævi sinni, þótt ung sé að árum, í bókinni Óstöðvandi sem út kom árið 2019?
 12. Hvaða knattspyrnufélag leikur heimaleiki sína á Ásvöllum?
 13. Árið 2019 var sýnd á N4 heimildamynd um knattspyrnumenn í  Ungmennafélagi Borgarfjarðar eystri, UMFB.  Þeim var fylgt eftir í utandeildarkeppninni eitt sumarið og kom þar margt skemmtilegt og forvitnilegt í ljós.  Heimildamyndin heitir eftir kunnu slagorði úr íþróttaheiminum og kemur það þrisvar fyrir í heiti hennar.  Hvað heitir hún?
 14. Margrét Lára Viðarsdóttir tilkynnti í nóvember 2019 að hún væri hætt      keppni í knattspyrnu. Ferill hennar spannar mörg ár, með ÍBV, Val og nokkrum erlendum liðum, en hversu oft varð hún markadrottning Íslandsmótsins?
 15.  Hvaða landslið leikur heimaleiki sína á Windsor Park?

 

Svör:

 1. Selfoss.
 2. Fylkir.
 3. Finnskur.
 4. Senegal.
 5. Rauðir,
 6. Megan Rapinoe.
 7. West Ham.
 8. Sporting Lissabon.
 9. Sviss.
 10. Mesut Özil.
 11. Sara Björk Gunnarsdóttir.
 12. Haukar.
 1. Berjast, berjast, berjast!
 2. Fimm sinnum (2004, 2005, 2006, 2007 og 2008 – í fyrsta skiptið með ÍBV, hin með Val).
 3. Norður-Írland.

 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

 • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
 • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
 • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
 • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
 • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
 • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
 • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search