Hópaleikur ÍBV getrauna hefst á morgun og í tilefni þess verður fótboltapöbbkviss í Týsheimilinu í kvöld kl. 20.30. Tveir eru saman í liði og kostar ekkert að vera með. Spyrill og spurningahöfundur er Daníel Geir Moritz sem hefur verið með fjölmörg pöbbkviss á vegum Fótbolta.net. Flottir vinningar verða frá Miðstöðinni og Kránni. Þá verður einnig búinn til samskotaseðill sem vinningshafar fá að tippa á og rennur vinningurinn til ÍBV.
Hægt verður að skrá sig í hópaleikinn í kvöld en annars verður opið á laugardögum frá 11-13 í vetur og er getraunanúmer ÍBV 900.
Hægt er að skrá sig í hópaleikinn á netfanginu ibvgetraunir@gmail.com.
Hér er nánar um pöbbkvissið í kvöld: https://www.facebook.com/events/681948092294894/