Árgangamót ÍBV í fótbolta verður haldið 9. nóvember. Hvetjum áhugasama að heyra í gömlum félögum og setja saman lið. Þetta verður alger snilld.
DAGSKRÁ:
Kl. 13:30 Liðsmyndataka í Herjólfshöll.
Kl. 14:00 Mótið hefst á 4 völlum.
Kl. 19.00 Húsið opnar á glæsilegu uppskerukvöldi í Kiwanis salnum
Mótafyrirkomulag:
Leikið er í 5 manna bolta og er frjáls fjöldi varamanna. Hver leikur er 2×6 mínútur.
Í karlaflokki keppa 16 lið í fjórum riðlum og komast tvö efstu liðin í 8 liða úrslit.
Í kvennaflokki keppa 8 lið í tveimur riðlum og komast tvö efstu liðin í undanúrslit.
*Með fyrirvara um fjölda skráðra liða. Ath. að mögulegt er að sameina árganga ef þarf.
Mótið er 30+ eða fyrir þá sem fæddir eru ´89 og fyrr.
Uppskeruhátíð Árgangamóts ÍBV
Kl. 19:00 Húsið opnar – / Happy Hour milli 19:00-20:00
Kl. 20:00 Borðhald hefst. Nánari dagskrá auglýst síðar.
Verðskrá:
Mótsgjald 3.000 kr. á haus.
Uppskeruhátíð 4.000 kr. Uppskeruhátíðin er opin öllum meðan húsrúm leyfir.
Skráning fer frá á knattspyrna@ibv.is