Árgangamót ÍBV

Fótboltaæfingar hefjast aftur á morgun eftir haustfrí

Fótboltaæfingar hefjast aftur á morgun miðvikudag eftir haustfrí. Jonathan Glenn verður áfram yfirþjálfari en tveir nýjir þjálfarar hafa bæst í hópinn. Þórhildur Ólafsdóttir þjálfaði síðast hjá okkur 2015 en auk þess var hún fyrirliði mfl. kvenna í fótbolta. Todor Hristov kemur til okkar frá Einherja á Vopnafirði þar sem hann þjálfaði yngri flokka ásamt því að spila með mfl. Einherja sl. 5 ár. Við bjóðum þau bæði velkomin til starfa hjá félaginu. 

Við erum stolt af þessum flotta þjálfarahóp og hlökkum til næsta tímabils, æfingatöfluna er hægt að sjá hér neðar.

Við viljum minna á að enn eru í gildi sóttvarnarreglur og biðjum við því foreldra um að koma ekki að óþörfu í Týsheimilið eða Herjólfshöllina.

Frá þessu er greint á vef félagsins.

 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is