01.08.2020
Tígull fór á rúntinn um eyjuna og kíkti á nokkra í 2m fjarlægð. Allir voru að fylgja reglum og voru til sóma. Þrátt fyrir stórfurðulega helgi þá var fólk að gera sér glaðan dag og tók „Þjóðhátíðina“ heima, settningakaffi, fánar dregnir upp, ræður og fleira.
Óli Týr og Jóhanna með börnin sín + fósturbörn, þau elska búningana enda þeir Jói og Óli the búningakóngar þjóðhátíðarinnar. Óli Týr dregur fánan upp. Presturinn fór með blessun sína. Veisluborðið veglegt að vanda.
Viktor og Vala voru með veglegt Lundaboð í gærkvöldi þar sem stórfjölskyldan mætti. Fjölskyldan komin saman.
Davíð, Birna og Ásta skelltu upp tjaldi. Þórunn Jörgensen og fjölskylda skelltu þjóðó í skúrinn hann er algjörelga í góðum höndum.. eða þær frekar kannski. Þingholt tjaldið komið upp að sjálfsögðu. Óskar Kristjáns og fjölskylda var mjög hress að vanda og tjaldið þeirra stór glæsilegt. Sigþóra, Geir og fjölskylda á settningarkeffinu á ekki þjóðó..
Verið að gera brennuna klára Eins og áður þá voru flugeldar frá Dalfjalli svo blys sem flaug í brennuna og kveikti upp. Bjarni Ljósmyndari var líka á kanntinum og náði þessari fallegu mynd fyrir okkur. Fólk fór eftir fyrirmælum og hélt sig í fjarlægð Brennukóngarnir sáttir eftir puðið Allir hjálpast að við að ganga frá Flottir brennupeyjar Bragi brennukóngur Snilldar hópur, takk strákar fyrir okkur.