Föstudagsfréttir frá Hraunbúðum

27.03.2020

Lífið rúllar áfram hjá okkur á Hraunbúðum, við erum rosalega ánægð með starfsfólkið okkar sem gerir það besta úr þeim aðstæðum sem uppi eru núna og standa sína plikt sem aldrei fyrr.

Við höfum þó misst nokkra starfsmenn í sóttkví en einhverjir komnir aftur tilbaka en það sem skiptir öllu máli er að enginn hefur hingað til greinst smitaður af Covid-19 hjá okkur hvorki starfsmenn né heimilisfólk. Við vonum heitt og innilega að það haldist þannig áfram ? en búum okkur undir mismunandi sviðsmyndir.

Stelpurnar okkar nota allan aukatíma í dekur og dundur með heimilisfólkinu eins og myndirnar sýna. Heimilisfólkið tekur hlutunum af stóískri ró enda lifað tímana tvenna, það hefur þó áhrif að geta ekki hitt sitt nánasta fólk en ýmsar lausnir hafa verið fundnar á samskiptaleysinu eins og gluggaspjall, aukin símanotkun, tölvusamskipti í hljóði og mynd og sendibréf í tölvupósti.

En þetta gengur yfir og öllum hlakkar mikið til þegar gestabanni verður aflétt. En þangað til reynum við að halda í þolinmæðina, jàkvæðnina og húmorinn enda loga netsíður núna af skemmtilegum bröndurum.

Kæru aðstandendur, farið vel með ykkur og takk fyrir stuðninginn, falleg orð og kveðjur til okkar ❤️

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search