Í gær fengu strákarnir okkar ÍR-inga í heimsókn í Olísdeild karla
Í byrjun leiks var nokkuð jafnræði með liðunum en okkar menn þó alltaf skrefi á undan.

Staðan að loknum fyrri hálfleik var 16-13, ÍBV í vil.
Í byrjun síðar hálfleiks héldu ÍR-ingar eins og þeir gátu í Eyjamenn en svo um miðbik hálfleiksins skyldu leiðir endanlega og náðu heimamenn 5 marka forystu 23-18. Okkar menn létu forystuna eftir þetta aldrei úr sínum höndum og þeir unnu leikinn nokkuð örugglega, lokatölur 32-23 og mikilvæg 2 stig í hús fyrir ÍBV.
Páll Eiríksson lék sínar fyrstu mínútur í Olísdeilinni, byrjaði á því að verja vítakast ÍR-inga og varði alls 2 af þeim 3 skotum sem hann fékk á sig.
Nökkvi Snær Óðinsson spilaði sömuleiðis sínar fyrstu mínútur í deildinni og á lokasekúndunum varði Palli vel og í kjölfarið kom langur bolti fram á Nökkva sem skoraði sitt fyrsta Olís-deidarmark. Virkilega vel af sér staðið hjá strákunum!
Eins og áður sagði var Hákon Daði hreinlega magnaður í gær og skoraði alls 15 mörk í 16 skotum.
Petar varði 17 skot í leiknum, þar af 1 víti (43,6%) og Palli 2, þar af 1 víti (66,7%).
Mörk ÍBV í leiknum:
- Hákon 15
- Dagur 5
- Arnór 5
- Sigtryggur 2
- Sveinn José 2
- Kári 1
- Teddi 1
- Nökkvi 1
Arnór og Róbert fóru mikinn í vörninni með 7 og 5 löglegar stöðvanir og 1 og 2 blokkuð skot.
Eins og venjulega þegar áhorfendur eru í húsi að þá veljum við bæði Kráar-mann leiksins og Kráar-stuðningsmann leiksins.

Næsti leikur strákanna er á föstudaginn kemur þegar topplið Hauka koma í heimsókn, leikurinn hefst kl.19:00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Greint er frá inn á ÍBV Handbolti. Myndir: Tígull