Förum yfir leik gærdagsins hjá stráknum – Valur – ÍBV

Strákarnir okkar í meistaraflokki karla fóru í gær í heimsókn í Origo-höllina og mættu þar Vals-mönnum í Olís deild karla.

Vilmar fer hér yfir leikinn: 

Mikið jafnræði var með liðunum fyrstu mínúturnar en svo þegar leið á síðari hálfleiki tóku Valsmenn frumkvæðið í leiknum. Þeir náðu mest 6 marka forystu 13-7 en þá spýttu okkar menn í lófana og breyttu stöðunni í 14-12. Valsmenn skoruðu síðasta mark hálfleiksins og staðan 15-12 að honum loknum.

Valsmenn héldu forystunni á upphafsmínútum síðari hálfleiks en okkar menn ætluðu sér ekki að gefa neitt eftir og náðu að jafna 21-21 þegar 19 mínútur voru til leiksloka. Aftur náðu heimamenn yfirhöndinni og náðu 3 marka forskoti en strákarnir okkar ætluðu sér meira út úr þessum leik og sýndu mikinn karakter.

ÍBV jafnaði leikinn 27-27 og spennustigið í húsinu orðið verulega hátt

Okkar menn náðu svo forystunni 27-28 og fengu tækifæri til þess að ganga frá leiknum þegar mínúta var eftir en Valsmenn stálu boltanum boltanum á hreint ótrúlegan hátt og skoruðu hraðaupphlaupsmarks í bakið á okkur.

Á allra síðustu andartökum leiksins keyrði ÍBV liðið upp

Ívar Logi kom boltanum niður í hægra hornið þar sem Gabríel fór inn úr þröngu færi en brotið var á honum og vítakast dæmi í þann mund sem lokaflautið gall. Hákon Daði steig á punktinn og skoraði sitt 10 mark í leiknum og tryggði ÍBV um leið stigin 2 í hreint mögnuðum sigri.

Það var mjög gleðilegt að sjá Fannar Þór mæta aftur til leiks eftir meiðsli sem hann hefur glímt við, en hann lék í vörn liðsins í síðari hálfleik og nokkrar sóknir.

Petar varði 9 skot, flest í fyrri hálfleiknum, og Björn Viðar átti frábæra innkomu á lokakaflanum og varði 2 af þeim 3 skotum sem hann fékk á sig á þeim tíma.
Mörk ÍBV í leiknum:
Hákon Daði 10, Sigtryggur 6, Dagur 4, Kári 3, Sveinn Jose 2, Gabríel 2 og Svanur Páll 1.

Næsti leikur hjá strákunum er á sunnudaginn kemur, þegar Þórsarar koma í heimsókn.

Leikurinn hefst klukkan 15:00 og verður í beinni útsendingu á ÍBV TV.

Forsíðumynd: Sigfús Gunnar Guðmundsson

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search