19.03.2020
Guðni TH. Jóhannesson og Eliza Reid forsetahjón eru svo sannalega einstök, þau sendu á Írisi Róbersdóttir bæjarstjóra kveðju til Vestmanneyinga í dag, við fengum leyfi til að birta bréfið og facebookarfærslu Írisar, við gefum Írisi orðið:
Í svona ástandi eins og er upp í dag er gott að finna samstöðu og samhug. Forsetinn okkar Guðni TH. Jóhannesson og Eliza Reid kona hans eru einstök. Þessi fallega hvatning og kveðja til okkar Eyjamanna kom til mín í dag. ♥️
Sýnum hvort öðru gleði og rafræna hlýju.
Notum öll góðu og fallegu orðin sem við kunnum, þau ylja og kalla fram bros.
Við erum sterkt samfélag hér í Eyjum og höfum oft þurft að takast á við stór og vandasöm verkefni í sameiningu. Þetta er eitt að þeim; og við klárum það líka.