Fimmtudagur 29. september 2022

Forseti Íslands afhenti Vonina í dag, þakklætis viðurkenningu Votlendissjóðs

Í dag kl 15:00 afhenti forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson Vonina, þakklætis-viðurkenningu Votlendissjóðs fyrir árið 2020

En vonina hlutu þau Bríet Ísis Elfar söngkona, Sævar Helgi Bragason fjölmiðlamaður og Tolli Morthens listmálari fyrir framlag sitt til kynningar á sjóðnum og félögin 66° Norður og Orkunni fyrir framlög þeirra til starfssemi sjóðsins.

Bríet, Sævar Helgi og Tolli komu öll fram í auglýsingum og kynningarefni fyrir Votlendissjóðinn sem framleitt var á síðasta ári en hefur verið í sýningu núna í byrjun árs. Þau gáfu alla vinnuna sína við verkefnið en aðkoma þeirra hefur vakið nýja hópa til umhugsunar um vonina sem býr í endurheimt votlendis.

66° NORÐUR VERNDAR JÖKLA MEÐ ENDURHEIMT
Þá afhenti forsetinn fulltrúum frá 66° Norður, vonina fyrir ríkulegt framlag fyrirtækisins og viðskiptavina þess en í haust stóð fyrirtækið fyrir Jökla föstudegi í stað Svarts föstudagar eins og víða er í lok nóvember. Þá tók fyrirtækið 25% af allri netsölu þá helgi og ánöfnuðust þannig rétt rúmlega 5 milljónir króna til verkefna sjóðsins „Þó að 66°Norður hafi verið kolefnishlutlaust fyrirtæki frá árinu 2019 er það eingöngu með heildrænni sýn og markvissum aðgerðum sem við getum minnkað skaðann, dregið úr umhverfisáhrifum og haft jákvæð heildaráhrif á heiminn. Sjálfbærni er kjarninn og leiðarljós í starfsemi okkar, allt frá því að flík verður til á teikniborðinu yfir í hvaða efni við notum, hvernig við nýtum umframefni, yfir í endurnýtingu, endurvinnslu og síðan mótvægisaðgerðir. Það er því mjög ánægjulegt að geta stutt við hið góða starf Votlendissjóðs.“ Sagði Helgi Rúnar Óskarsson við athöfnina.

 

ORKAN OG VIÐSKIPTAVINIR ÖFLUGUSTU BAKHJARLARNIR
Að síðustu afhenti forsetinn fulltrúum Skeljungs og Orkunnar Vonina fyrir framlag þeirra og viðskiptavina Orkunnar til sjóðsins. Skeljungur, sem var einn af stofnaðilum Votlendissjóðs, hefur kolefnisjafnað allan sinn rekstur í gegnum sjóðinn frá árinu 2018 og auk þess hafa lykilhafar Orkunnar safnað um 26 milljónum króna fyrir sjóðinn með því að kolefnisjafna eldsneytiskaup sín. ,,Við erum stolt af samstarfinu og gríðarlega þakklát fyrir góðar viðtökur. Við sendum þakklætisviðurkenninguna beint áfram til viðskiptavina Orkunnar, en það eru þeir sem hafa raungert þennan mikla árangur með þátttöku sinni“ sagðI Árni Pétur Jónsson forstjóri Skeljungs

Einar Bárðason tók myndir og setti saman textan.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is