Þriðjudagur 16. apríl 2024

Foreldrar hvattir til að ræða við börnin sín – 18 ára aldur þarf til að mega taka Hopp hjól á leigu

Lögreglan á Akureyri setti í gær inn færslu hjá sér á facebooksíðu sína þar sem foreldrar eru hvattir til að ræða við börnin sín um reglur á leigu rafhjólanna sem eru nú einnig í boði hér í Vestmannaeyjum.

En Hopp var að opna leigu sína í vikunni og hvetjum við ykkur einnig til að lesa vel þær reglur sem eru gildar hjá Hopp en þar kemur fram að þú þarft að vera orðin 18 ára til að taka slíkt hjól á leigu.

Færslu lögreglu Akureyrar er hægt að lesa hér fyrir neðan en minnstu munaði að 10 ára barn hafi orðið fyrir bíl í dag. 

Komið þið sæl lesendur góðir. Nú ætlum við að beina orðum okkar til foreldra og forráðamanna barna. Nú í dag barst okkur tilkynning um að barn hefði verið á rafskútu (rafmagnshlaupahjóli) hjólaleigunnar Hopp sem var að opna leigu hér á Akureyri. Alla jafna telst það ekki til tíðinda að barn sé að hjóla á rafskútu. Eins er opnun þessarar leigu hér á Akureyri bara hið besta mál, fari leigutakar að reglum fyrirtækisins. Skv. reglum Hopp þurfa leigutakar að vera 18 ára og eldri til að mega leigja hjól.

Viðkomandi barn var um 10 ára gamalt.

Það sem gerðist var að barnið gat ekki valdið hjólinu að fullu vegna stærðar og þyngdar og við gangbraut eina hér í bæ, gerðst það að hjólið fór af stað og togaði barnið út á götuna og hársbreidd munaði að bifreið yrði ekið á barnið og þeirri bifreið var ekið á umferðarhraða, 50 km mv. klukkustund. Vegfarendur sem þetta sáu var mikið niðri fyrir vegna þessa atviks og í áfalli. Það þarf ekki að fjölyrða um hvað hefði getað gerst ef illa hefði farið. Þvi viljum við beina þeim vinsamlegu tilmælum til foreldra að ræða þetta við börn sín, brýna fyrir þeim að þau megi ekki leigja þessi hjól og eins að gæta ávallt varúðar við hjólreiðar, nota alltaf reiðhjólahjálma. Með vinsemd og virðingu og von um að allt gangi sem best
Lögreglan Norðurlandi eystra.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search