19.05.2020
Í ljósi þess að margir skemmtilegir viðburðir nemenda hafa fallið niður vegna heimsfaraldurs kórónuveiru þá hefur foreldrafélagið ákveðið að bæta nemendum og kennurum þetta upp með gjafabréfi að fjárhæð 20.000 kr. til handa hverjum bekk (30.000 kr. handa hvorum 5. bekk). Hver og einn bekkur ákveður hvernig gjafabréfinu verður ráðstafað en hugmyndin er að nemendur og kennarar komi sér saman um það.
Foreldrafélagið vill koma á framfæri þökkum til skólastjórnenda, kennara, starfsmanna skólans og nemenda fyrir jákvæðni, þolinmæði og góð samskipti undanfarnar vikur.
Anna Rós skólastjóri sendir kærar þakkir til foreldrafélagsins. Takk kærlega fyrir frábæra gjöf.
