Boðið var upp á þyrluflug yfir sjómannadagshelgina og er óhætt að segja að fólk hafi verið að nýta sér þessa skemmtun. En hátt á þriðja hundrað manns skelltu sér í þyrluferð. Tígull heyrði í Friðgeiri Guðjónssyni forstjóra Reykjavík Helicopters. Það komu allir brosandi úr ferðunum og þetta var mjög skemmtilegt og fór fram úr okkar björtustu vonum og aldrei að vita nema þetta verði árlegur viðburður, en það kemur í ljós. Einnig vil ég koma á framfæri hversu flott krakkarnir í Björgunarfélginu og þau stóðu sig eins og hetjur, segir Friðgeir.
