Föndurdagur Hamarskóla og Smiðjudagar í Barnaskóla

Á morgun verður föndurdagurinn haldinn í Hamarskóla og eru foreldrar velkomnir að koma með.

Þá er lagt hefðbundið skólastarf til hliðar. Nemendur blandast á milli árganga og föndurstöðvar verða um allan skóla. Skóli hefst samt á hefðbundnum tíma, 8:20.

Við höfum boðið foreldrum að vera með á þessum degi og hefur verið mikil ánægja með það. Ef þið hafið tækifæri til að vera með okkur þennan morgun eða part úr morgni langar okkur að bjóða ykkur sérstaklega velkomin í skólann á morgun. Hægt er að sjá fyrir utan heimastofu hvers nemenda í hvaða stofum þeir eru í hverju sinni. Segir í tilkynningu frá Óskari aðstoðarskólatjóra.

Allir nemendur fara á þrjár föndurstöðvar, frá kl. 8:30 – 9:30, 10:10 – 11:10 og svo þriðja föndurstöðin klukkan 11:30 – 12:30. Skóla lýkur þennan dag klukkan 12:40. Ekki er leikfimi eða sund þennan dag en það verður matur í hádeginu fyrir þá nemendur sem eru skráðir í mat. Þeir nemendur sem eru á frístund fara þangað að skóla loknum.

Foreldrum er boðið uppá kaffisopa í matsal skólans þegar nemendur fara í frímínútur.

Smiðjudagar í Barnaskólanum

Fimmtudaginn 14. desember hefjast smiðjudagar hjá okkur á miðstiginu og eru smiðjudagarnir 14., 15. og 18. des. Nemendur hafa valið sér smiðjur og eru þeir í tveimur smiðjum á dag, Nemendur vita nú í hvaða smiðjum þeir eru og er mikilvægt að foreldrar fylgist með því. Allir nemendur koma heim með miða segir hvað smiðjan heitir, hvar á að mæta og með hvað, sé þess þörf.
Þessa daga þurfa nemendur einungis að hafa með það sem þarf í þær smiðjur sem þeir hafa valið sér, bakpoka og nesti. Viðvera í skólanum þessa daga er frá kl. 8:20-12:00 og íþróttatímar (og sund) falla því niður.

Þar sem um óhefðbundna skóladaga er að ræða er mæting í mat oft dræm og mikil matarsóun. Enginn hádegismatur verður því þessa þrjá daga fyrir miðstigið. Gjaldið verður dregið frá kostnaði ykkar á skólamáltíðum í janúar.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search